matsáætlun_langtíma sept2017 (002).docx

Niðurstöður úr Starfsmannakönnun Leikskólapúlsins 2018

Þátttaka Starfsmanna var mjög góð eða 100%

Starfsmannakönnun innihélt matsþættina:

Starfsánægja í leikskólanum *

Starfsandi í leikskólanum*

Stjórnun leikskólans

Starfsaðstaða

Sjálfsmynd við uppeldi og menntun

Samstarf í leikskólanum

Undirbúningstímar og símenntun

Niðurstöður sýna að leikskólinn var yfir landsmeðaltali í öllum þáttunum en í liðunum starfsánægja og starfsandi vorum við vel yfir landsmeðaltali:

Starfsánægja í leikskólanum. Starfsfólk upplifir að það hafi frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Veit til hvers er ætlast af þeim og býr við starfsöryggi. Hæfni starfsfólks fær að njóta sín. Þetta eru mikilvægir þættir sem eru taldir stuðla að starfsánægju.

Starfsandi í leikskólanum. Nýtt starfsfólk fær góðar móttökur og því er leiðbeint af reyndu starfsfólki. Það telur að það fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun í upphafi starfstímans. Starfsfólk upplifir að leikskólinn hafi góða ímynd í samfélaginu og að þetta sé góður vinnustaður.

Stjórnun leikskólans. Starfsfólk segist fá hvatningu frá yfirmönnum, hrós og að störf þeirra séu metin af verðleikum. Stjórnendur eru sýnilegir í leikskólanum, taka á málum sem upp koma og hagi sér þannig að það sé borið traust til þeirra. Stjórnendur hvetja starfsfólk til að sýna frumkvæði og það er tekið tillit til skoðana þeirra.

Samstarf í leikskólanum. Starfsfólk telur að samstarf sé gott í leikskólanum og samstarf á milli deilda sem og að deildastjórar vinni vel saman.

Starfsaðstaða. Vinnuaðstaða er ágæt en vantar rými til að lesa og skipuleggja sig í næði. Fólki finnst það samt ná að komast yfir verk dagsins og að það sé hæfilegur fjöldi barna á deildinni. Álag er samt á köflum of mikið þó dagskipulagið sé sveigjanlegt. Starfsfólki finnst það ná að samræma ágætlega starf og einkalíf og er ánægt með markmið leikskólans um aukinn sveigjanleika

Sjálfstraust í starfi. Starfsfólk upplifir að það eigi auðvelt með að framfylgja áherslum leikskólans. Hafi næga þekkingu, áhuga og hæfni til að takast á við allar áskoranir.Mikilvægt er að starfsfólk hafi trú á eigin getu og kom það fram að starfsfólk hefur sjálfstraust í samskiptum við börnin, efla vináttu barna og hvetja þau til að taka frumkvæði og aðstoða þau við að leysa úr ágreiningi. Einnig að sýnabörnunum umhyggju og setja sig í þeirra spor.

Undirbúningstímar. Mikill hluti starfsfólk telur sig hafa nægilegan tíma til að undirbúa starfið. Öðrum finnst vanta tíma til að skipuleggja daglegt starf, lesa fræðigreinar, rannsóknir, sinna heimasíðu og myndvinnslu. Mestur tími fari í foreldrasamskipti og vinnu með skráningar svo sem námssögur og leikskólabókina. Síðan fer mikill tími í umræður við samstarfsfólk um leikskólastarfið og að skipuleggja daginn.

Starfsfólk fékk opnar spurningar og það beðið um að lýsa því sem er gott og einnig því sem má gera betur.

Starfsfólk var sammála um virkilega góðan starfsanda, jákvæðni og góða samvinnu. Afslappað umhverfi, gleði og jákvætt viðmót stjórnenda sem eru sýnilegir og taka þátt í starfinu. Gott og jákvætt viðhorf til barna og umhyggja. Sveigjanleiki á vinnustaðnum og hvað allir eru jafnir gerir þetta að flottum vinnustað. Tekið á málum á öruggan og fumlausan hátt. Hlýlegt og heimilislegt umhverfi.


Mat foreldra á viðburðum leikskólans

Foreldrar voru beðnir að meta atburði sem leikskólinn,oft í samráði við foreldrafélagið stendur fyrir yfir árið. Foreldrar voru beðnir að segja hvort þeir vildu breytingu á þessum atburðum og eða hafa þá óbreytta. Niðurstaðan var að foreldrum finnst þetta aðeins of mikið og þeir hvetja okkur til að nýta netmiðla aðeins betur og sýna þar eins og t.d danssýninguna sem er oftast í október. Einnig höfum við tekið ákvörðun um að fara í sveitaferð annað hvert ár og hafa sumarhátíð líka annað hvert ár, þá ekki sama árið. Þá getur sveitaferðin okkar orðið nokkurskonar sumarhátíð.

Við fögnum þessum breytingum og með svona vinnubrögðum, þar sem tillit er tekið til foreldra og þess að flestir eru hlaðnir verkefnum, þá náum við að gera atburði sem allir mæta til og hafa gaman. Betra er að hafa fáa og vel útfærða atburði sem við bjóðum foreldrum að taka þátt í heldur en alltof marga atburði á vondum tímum sem foreldrar mæta þá ekki til.

© 2016 - 2020 Karellen