news

Ungbarnagarður

19. 08. 2019

Aðlögun nýnema er hafin og bjóðum við alla velkomna og hlökkum til að kynnast betur. Yngsta barnið sem byrjar er rétt orðið eins árs og stóð alltaf til að lóðin yrði tilbúin til að taka á móti svona ungum börnum. Því miður náðist það ekki en við í sameiningu ætlum að passa vel upp á krílin og eldri börnin taka þátt í því að taka tillit og gæta þeirra. Okkur vantaði bráðabirgða lausn og kom áhaldahús bæjarins með þessar grindur til að við getum boðið yngstu börnunum öruggara svæði. Að ári eða fyrr verður svo vonandi komið sér leikskvæði fyrir yngstu börnin svo þau geti verið smá útaf fyrir sig a.m.k svona fyrst í stað.

© 2016 - 2020 Karellen