news

Litla Sumarhátíðin

04. 06. 2021

Sumarhátíðin var lítil og einföld að þessu sinni. Börnin fengu bolta að gjöf frá foreldrafélaginu og við leigðum sápukúluvél og skelltum í sápukúlugleði í roki og rigningu.

Við fáum okkur svo pizzu í hádeginu og kanilsnúða í kaffinu.

Foreldrafélagið keypti krítar og sápukúlubox handa öllum sem við geymum bara og notum á næsta sólardegi. Einnig reyndum við að fá Skoppu og Skrítlu en þær eru ekki byrjaðar að skemmta en koma bara til okkar seinna þegar allt verður eins og það á að vera :)

© 2016 - 2021 Karellen