news

Hundur í heimsókn

05. 05. 2021

Leikskólastjórinn á tvo hunda og eru þeir endalaust að lenda í ævintýrum sem börnin fá að heyra um, eldri er geðvondur og pirraður og yngri pissar inn hjá fólki og stundum ef hann verður mjög spenntur á fólk. Krökkunum á Lerkinu finnast þetta mjög spennandi sögur og hafa lengi beðið um að fá að sjá þá.

Yngri hundurinn átti 4 ára afmæli í vikunni og í tilefni dagsins fékk hann að koma í heimsókn. Hann var frábær með börnunum og elskaði að vera hjá þeim, brosti og dillaði skottinu. Hann fékk svo að hlaupa aðeins inn, fór beint inn á kaffistofu, heilsaði Gullu kokki og pissaði á skóna hennar. Þetta vakti mikla kátínu og var mikið hlegið, stórkostlegur grallari.

© 2016 - 2021 Karellen