Erasmus +

Við höfum undanfarin tvö ár unnið verkefni með styrk frá Erasmus varðandi sjálfbærni og hvernig við kennum börnunum okkar að ganga um sameiginlegu híbýli okkar mannanna jörðina. Þetta verkefni var unnið með þremur öðrum löndum en það eru Spánn, Litháen og Rúmenía. Við höfum náð að heimsækja þessi lönd og læra af þeim ásamt því að fá þátttakendur frá þessum löndum til okkar og kynna það sem við íslendingar erum að gera í orkumálum, náttúruvernd, jafnrétti og umhverfismálum. Frá Lundabóli hafa 12 kennarar náð að fara í ferðir og hafa ferðirnar og fræðslan verið frábært innlegg í okkar kennslu og gefið okkur mikið sem samstarfsfélagar og fræðimenn.

https://earthwormerasmus.wixsite.com/earthwormerasmus


© 2016 - 2020 Karellen