news

Stærðfræði í hópastarfi

17. 09. 2020

Í hópastarfi förum við á Lerkinu m.a. í stærðfræði og þá eru börnin að takast á við ýmiskonar stærðfræðitengd verkefni og leiki. Verkefnin eru mismunandi eftir aldri hvers barnahóps fyrir sig og leggjum við áherslu á að hafa fjölbreytni og mikið af áþreifanlegum viðfangsefnum í bland við blaðavinnu. Á myndinni má sjá hluta af elstu börnunum okkar fara í smá vettvangsferð og taka könnun á því hvaða tölustafir koma oftast fyrir á bílunum hér á bílastæðinu okkar.

© 2016 - 2020 Karellen