news

Fyrsta ævintýraferð á þessu skólaári

26. 08. 2020

Í morgun fóru öll börn fædd 2015 ásamt Evu og Árdísi í fyrstu ævintýraferðina sína á þessu skólaári. Áður en haldið var af stað var úthlutað hlutverkum en í hverri ferð eru skipaðir einn fánaberi, einn kerrustjóri, einn fréttamaður og einn nestisstjóri. Það er mikill heiður að fá hlutverk fyrir ferðina en jafnframt fylgir því líka ábyrgð. Við fórum í lundinn okkar og þar byrjuðum við á því að gera nokkrar íþróttaæfingar, söfnuðum efnivið í jurtabók, fórum í leik og svo fengum við nesti. Eftir það lékum við okkur í dágóða stund á aparóló. Góð ferð og allir glaðir.

© 2016 - 2020 Karellen